Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag sneri Högni Egilsson, betur þekktur sem Högni í Hjaltalín, aftur á körfuboltavöllinn í gær þegar Valur og Íslandsmeistarar KR áttust við í Fyrirtækjabikarnum.
KR vann leikinn örugglega, 103-78, en Högna tókst samt sem áður að setja mark sitt á leikinn.
Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum setti söngvarinn niður laglega þriggja stiga körfu og minnkaði þar með muninn í 23 stig, 93-70. Þetta voru einu stig Högna í leiknum en hann misnotaði tvö skot inni í teig en hitti úr þessu eina þriggja stiga skoti sem hann tók.
Þriggja stiga körfu Högna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir
