Ekkert gengur hjá Colts í upphafi tímabilsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 09:30 Andrew Luck er hér rifinn niður af varnarmanni New York Jets. Vísir/Getty Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles. NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles.
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30
Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30
Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30