Sigmundur leggur til að gamla landspítalahúsinu verði breytt í hótel SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 18:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira