Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 06:00 Harpa Þorsteinsdóttir. vísir/anton Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira