Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 06:00 Harpa Þorsteinsdóttir. vísir/anton Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í góðu færi á því að vera með bæði karla- og kvennalandslið á lokakeppni EM á sama tíma en líklegast duga efstu tvö sæti í riðlinum til þess að tryggja farseðilinn til Hollands. Undirritaður var viðstaddur æfingarleik landsliðsins gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn og það verður ekki annað sagt en að mætingin hafi verið til skammar fyrir leik hjá íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir að uppgefið hafi verið á skýrslu að 767 áhorfendur hafi verið mættir í Laugardalinn til að fylgjast með öruggum 4-1 sigri efast ég um að það hafi verið mikið fleiri en 500 manneskjur mættar. Þeir sem létu sjá sig á fimmtudaginn létu vel í sér heyra og verður að hrósa þeim fyrir það en það hlýtur að vera sérkennileg tilfinning að leika í íslensku landsliðstreyjunni fyrir framan nánast tómri stúku. Áhorfendamet var sett á landsleik kvenna þann 25. október 2012 þegar 6647 áhorfendur hvöttu Stelpurnar okkar til dáða gegn Úkraínu en þann dag vannst 3-2 sigur sem tryggði sæti á lokakeppni EM 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, skoraði eitt af mörkum íslenska landsliðsins þann dag en hún leikur í kvöld sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd og verður um leið fimmta konan sem nær þessum merka áfanga. Það er mikill meðbyr með íslenska landsliðinu þessa stundina eftir að karlalandsliðinu tókst að tryggja sér sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn í haust og er vonandi að sá meðbyr skili sér yfir til kvennalandsliðsins. Það er fagnaðarerindi að Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hefur boðað komu sína í Laugardalinn í kvöld en þeim hefur tekist að rífa stemminguna á leikjum karlalandsliðsins upp á næsta plan. Ég skora á þig, hvort sem þú ert í Tólfunni eða ekki, karl eða kona, að mæta á völlinn og styðja þær til dáða í kvöld því þær eiga það svo sannarlega skilið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira