Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína.
Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð.
Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store.
Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru.
Apple fjarlægir hundruð af sýktum smáforritum úr App Store
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent