Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 15:29 Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku. Mynd/Víðir Reynisson Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58
Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00