Mitsubishi kynnir nýjan rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 16:16 Mitsubishi eX Concept. Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent
Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent