Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Tungulækur rennur í Skaftá skammt neðan Kirkjubæjarklausturs og er ein gjöfulla sjóbirtingsáa sem tengjast vatnasviði Skaftár. fréttablaðið/svavar Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is Hlaup í Skaftá Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is
Hlaup í Skaftá Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira