Krabbameinsvaldandi drykkir í matvörubúðir? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar