Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-23 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 8. október 2015 21:00 Theodór Sigurbjörnsson skoraði 10 mörk í kvöld. vísir/vilhelm Eyjamenn unnu stórsigur á döprum FH-ingum í Vestmannaeyjum í kvöld. Theodór Sigurbjörnsson hélt uppteknum hætti og skoraði tíu í dag en FH-ingar virkuðu einfaldlega áhugalausir. Benedikt Reynir Kristinsson var ekki í hópi FH-inga í dag en eftir leik fékkst það staðfest að hann hefur verið að glíma við veikindi. Stórt skarð til þess að fylla en Þorgeir Björnsson fékk það hlutverk. Eyjamenn höfðu verið frábærir eftir slaka byrjun, tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum virtust hafa kveikt í liðinu. Eftir ömurlegan leik gegn Fram hefur liðið unnið fimm leiki í röð. Heimamenn byrjuðu mun betur og refsuðu fyrir öll mistök gestanna. Tæknifeilar FH-inga í leiknum voru ekki teljandi á fingrum beggja handa. Hnitmiðaðar sóknir voru einfaldlega of mikið fyrir FH-inga. Fyrstu sex mörk Eyjamanna komu frá öllum sex útileikmönnum liðsins, þá var liðið fjórum mörkum yfir. Glæsilegur kafli FH-inga virtist troða sokk upp í áhorfendur sem áttu ekki von á fimm mörkum í röð frá Hafnfirðingum. Þarna virtust Eyjamenn vera að detta í sama pakka og í leiknum gegn Fram þar sem þeir áttu engin svör. Ef þessi kafli FH-inga var góður, þá fylgdi ótrúlegur kafli Eyjamanna, þar sýndu þeir allar sínar bestu hliðar. Vörn, sókn og markvarsla, það var alveg sama á hvað var litið. Kolbeinn Aron Arnarson átti ótrúlegan leik í markinu og varði t.a.m. tíu skot í fyrri hálfleik þar sem staðan var orðin 16-10 heimamönnum í vil. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir einungis nokkrar mínútur í síðari hálfleik en þá voru Eyjamenn búnir að skora 21 mark gegn ellefu. Theodór Sigurbjörnsson fór eins og vanalega fyrir sínum mönnum í markaskorun en hann var kominn með átta mörk á þessum tíma. Alls skoraði Theodór tíu mörk í leiknum, í öllum regnbogans litum. Mestur var munurinn þegar korter var eftir af leiknum, þá munaði ellefu mörkum en Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið á hliðarlínunni. Andleysið í FH-liðinu var algjört, þeir virtust sigrast á mótlætinu á fyrstu mínútunum en hvert mark eftir það virtist skilja eftir stórt skarð í leik þeirra. Einar Rafn Eiðsson var langbestur í liðinu en hann skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum. Ungir og efnilegir leikmenn fengu að spreyta sig í síðari hálfleik hjá Eyjamönnum sem virðast vera með góða breidd, tveir leikmenn fæddir 1997, tveir fæddir 1996 og einn 1998 tóku mikinn þátt í seinni hálfleiknum. Eyjamenn eru nú með tíu stig og jafna við topplið Hauka og Vals sem eiga þó leik inni. FH-ingar hafa ekki byrjað tímabilið eins og þeir vildu en þeir eru með sex stig eftir sjö leiki, það er þó ekki stigasöfnunin sem hefur verið verst hjá þeim. Spilamennskan hefur ekki verið góð af liði með þennan leikmannahóp.Arnar: Tökum einn leik fyrir í einu „Ég er gríðarlega sáttur með spilamennskuna og hvernig strákarnir kláruðu hérna fimmtíu mínútur,“ sagði Arnar Pétursson, sáttur þjálfari Eyjamanna, eftir stórsigur á FH-ingum. Eyjamenn spiluðu mest allan leikinn vel en voru þó arfaslakir á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem FH-ingar skoruðu fimm mörk í röð. „Það kom tíu mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem að þeir komu aðeins til baka og voru sterkari en við. Að öðru leyti vorum við virkilega góðir í dag.“ „Það fór aðeins um mann, en strákarnir svöruðu því bara frábærlega.“ Eyjamenn gátu notað leikinn til þess að sýna áhorfendum unga og efnilega leikmenn sem fengu helling að spreyta sig í kvöld. „Það var mjög gott, við erum með góðan hóp, Kolli kemur mjög sterkur inn í markið og síðan þróaðist þetta þannig að við rúlluðum þessu mjög vel,“ sagði Arnar en Kolbeinn Aron átti hreint magnaðan leik í markinu en hann varði 17 skot. „Við tökum einn leik fyrir í einu, sú gamla klisja á vel við okkur. Næst er það Víkingur, baráttulið Víkings, í Víkinni. Við tökum hann bara, við byrjum að fókusera á hann strax í fyrramálið.“ Eyjamenn hafa byrjað tímabilið vel, þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum en fimm sigrar í röð fylgdu í kjölfarið. „Ég er sáttur, við urðum fyrir ákveðnum áföllum og svöruðum því mjög vel. Við byrjuðum mótið ekki vel, eða það var einn leikur gegn Fram sem var frekar dapur. Að öðru leyti er ég sáttur við stígandann og spilamennskuna.Halldór: Menn þurfa að vera all-in „Ég er bara virkilega ósáttur með effortið sem við erum að leggja í þetta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, eftir slakan leik sinna manna gegn Eyjamönnum í kvöld. „Við lendum 6-2 undir, förum úr því í 6-7. Svo köstum við boltanum fimm sinnum frá okkur og fáum á okkur endalaust af hraðaupphlaupum. Við skilum okkur ekki til baka, þetta eru hlutir sem eru einföld vinnusemi, sem ég ætlast til af mínum mönnum.“ „Ég vil að menn hlaupi til baka, séu lifandi í leiknum og taki eftir. Það voru alltof margir kaflar í dag þar sem við vorum ekki að taka eftir, við vorum sofandi í leiknum, gjörsamlega.“ Halldór vildi þó ekkert taka af Eyjaliðinu sem spilaði gríðarlega vel í kvöld. „Eyjaliðið er hörkulið og auðvitað refsa þeir fyrir það, það er bara þannig.“ „Ég vildi að ég hefði alltaf skýringu fyrir leikinn, ef við myndum vera slakir. Ég veit ekki hvort að ferðalagið hafi farið svona illa í menn, en við vorum allavega steinsofandi.“ „Það eru hlutir sem menn þurfa að temja sér, það er miklu meiri vinnusemi, þú vinnur ekki handboltaleik ef þú ert ekki tilbúinn til þess að hlaupa til baka.“ „Ég held að ÍBV hafi verið með sex eða sjö lausa bolta sem þeir skoruðu úr, beint af línu. Þar sem við erum búnir að spila ágætis vörn, boltinn dettur einhvers staðar og þá er einhver sofandi hjá okkur.“ „Menn þurfa að vera aðeins meira all-in í þessu, það er bara mín skoðun.“ Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Eyjamenn unnu stórsigur á döprum FH-ingum í Vestmannaeyjum í kvöld. Theodór Sigurbjörnsson hélt uppteknum hætti og skoraði tíu í dag en FH-ingar virkuðu einfaldlega áhugalausir. Benedikt Reynir Kristinsson var ekki í hópi FH-inga í dag en eftir leik fékkst það staðfest að hann hefur verið að glíma við veikindi. Stórt skarð til þess að fylla en Þorgeir Björnsson fékk það hlutverk. Eyjamenn höfðu verið frábærir eftir slaka byrjun, tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum virtust hafa kveikt í liðinu. Eftir ömurlegan leik gegn Fram hefur liðið unnið fimm leiki í röð. Heimamenn byrjuðu mun betur og refsuðu fyrir öll mistök gestanna. Tæknifeilar FH-inga í leiknum voru ekki teljandi á fingrum beggja handa. Hnitmiðaðar sóknir voru einfaldlega of mikið fyrir FH-inga. Fyrstu sex mörk Eyjamanna komu frá öllum sex útileikmönnum liðsins, þá var liðið fjórum mörkum yfir. Glæsilegur kafli FH-inga virtist troða sokk upp í áhorfendur sem áttu ekki von á fimm mörkum í röð frá Hafnfirðingum. Þarna virtust Eyjamenn vera að detta í sama pakka og í leiknum gegn Fram þar sem þeir áttu engin svör. Ef þessi kafli FH-inga var góður, þá fylgdi ótrúlegur kafli Eyjamanna, þar sýndu þeir allar sínar bestu hliðar. Vörn, sókn og markvarsla, það var alveg sama á hvað var litið. Kolbeinn Aron Arnarson átti ótrúlegan leik í markinu og varði t.a.m. tíu skot í fyrri hálfleik þar sem staðan var orðin 16-10 heimamönnum í vil. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir einungis nokkrar mínútur í síðari hálfleik en þá voru Eyjamenn búnir að skora 21 mark gegn ellefu. Theodór Sigurbjörnsson fór eins og vanalega fyrir sínum mönnum í markaskorun en hann var kominn með átta mörk á þessum tíma. Alls skoraði Theodór tíu mörk í leiknum, í öllum regnbogans litum. Mestur var munurinn þegar korter var eftir af leiknum, þá munaði ellefu mörkum en Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið á hliðarlínunni. Andleysið í FH-liðinu var algjört, þeir virtust sigrast á mótlætinu á fyrstu mínútunum en hvert mark eftir það virtist skilja eftir stórt skarð í leik þeirra. Einar Rafn Eiðsson var langbestur í liðinu en hann skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum. Ungir og efnilegir leikmenn fengu að spreyta sig í síðari hálfleik hjá Eyjamönnum sem virðast vera með góða breidd, tveir leikmenn fæddir 1997, tveir fæddir 1996 og einn 1998 tóku mikinn þátt í seinni hálfleiknum. Eyjamenn eru nú með tíu stig og jafna við topplið Hauka og Vals sem eiga þó leik inni. FH-ingar hafa ekki byrjað tímabilið eins og þeir vildu en þeir eru með sex stig eftir sjö leiki, það er þó ekki stigasöfnunin sem hefur verið verst hjá þeim. Spilamennskan hefur ekki verið góð af liði með þennan leikmannahóp.Arnar: Tökum einn leik fyrir í einu „Ég er gríðarlega sáttur með spilamennskuna og hvernig strákarnir kláruðu hérna fimmtíu mínútur,“ sagði Arnar Pétursson, sáttur þjálfari Eyjamanna, eftir stórsigur á FH-ingum. Eyjamenn spiluðu mest allan leikinn vel en voru þó arfaslakir á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem FH-ingar skoruðu fimm mörk í röð. „Það kom tíu mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem að þeir komu aðeins til baka og voru sterkari en við. Að öðru leyti vorum við virkilega góðir í dag.“ „Það fór aðeins um mann, en strákarnir svöruðu því bara frábærlega.“ Eyjamenn gátu notað leikinn til þess að sýna áhorfendum unga og efnilega leikmenn sem fengu helling að spreyta sig í kvöld. „Það var mjög gott, við erum með góðan hóp, Kolli kemur mjög sterkur inn í markið og síðan þróaðist þetta þannig að við rúlluðum þessu mjög vel,“ sagði Arnar en Kolbeinn Aron átti hreint magnaðan leik í markinu en hann varði 17 skot. „Við tökum einn leik fyrir í einu, sú gamla klisja á vel við okkur. Næst er það Víkingur, baráttulið Víkings, í Víkinni. Við tökum hann bara, við byrjum að fókusera á hann strax í fyrramálið.“ Eyjamenn hafa byrjað tímabilið vel, þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum en fimm sigrar í röð fylgdu í kjölfarið. „Ég er sáttur, við urðum fyrir ákveðnum áföllum og svöruðum því mjög vel. Við byrjuðum mótið ekki vel, eða það var einn leikur gegn Fram sem var frekar dapur. Að öðru leyti er ég sáttur við stígandann og spilamennskuna.Halldór: Menn þurfa að vera all-in „Ég er bara virkilega ósáttur með effortið sem við erum að leggja í þetta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, eftir slakan leik sinna manna gegn Eyjamönnum í kvöld. „Við lendum 6-2 undir, förum úr því í 6-7. Svo köstum við boltanum fimm sinnum frá okkur og fáum á okkur endalaust af hraðaupphlaupum. Við skilum okkur ekki til baka, þetta eru hlutir sem eru einföld vinnusemi, sem ég ætlast til af mínum mönnum.“ „Ég vil að menn hlaupi til baka, séu lifandi í leiknum og taki eftir. Það voru alltof margir kaflar í dag þar sem við vorum ekki að taka eftir, við vorum sofandi í leiknum, gjörsamlega.“ Halldór vildi þó ekkert taka af Eyjaliðinu sem spilaði gríðarlega vel í kvöld. „Eyjaliðið er hörkulið og auðvitað refsa þeir fyrir það, það er bara þannig.“ „Ég vildi að ég hefði alltaf skýringu fyrir leikinn, ef við myndum vera slakir. Ég veit ekki hvort að ferðalagið hafi farið svona illa í menn, en við vorum allavega steinsofandi.“ „Það eru hlutir sem menn þurfa að temja sér, það er miklu meiri vinnusemi, þú vinnur ekki handboltaleik ef þú ert ekki tilbúinn til þess að hlaupa til baka.“ „Ég held að ÍBV hafi verið með sex eða sjö lausa bolta sem þeir skoruðu úr, beint af línu. Þar sem við erum búnir að spila ágætis vörn, boltinn dettur einhvers staðar og þá er einhver sofandi hjá okkur.“ „Menn þurfa að vera aðeins meira all-in í þessu, það er bara mín skoðun.“
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira