Stjórnarherinn gerir gagnárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 12:30 Rússneskir hermenn undirbúa herþotu fyrir árásir. Vísir/EPA Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon. Mið-Austurlönd Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira