Ríkislögreglustjóri telur aukinn straum flóttamanna til Íslands ekki ógna almannaöryggi Bjarki Ármannsson skrifar 6. október 2015 21:28 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. Vísir/AFP Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00
Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00
Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11