Quiz á Up-leið Stjórnarmaðurinn skrifar 7. október 2015 07:00 Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira