Kassim Doumbia, varnarmaður FH, hefur fengið samningstilboð frá FH í hendurnar samkvæmt Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar félagsins.
Jón Rúnar sagði við íþróttadeild 365 að það væri vilji FH að halda Doumbia en samningur hans við félagið rennur út í lok ársins.
Hið sama á við um fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson og markvörðinn Róbert Örn Óskarsson en Jón Rúnar segir að unnið sé að því að semja upp á nýtt við leikmennina.
Doumbia sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann eigi í viðræðum um nýjan samning en samkvæmt frétt síðunnar hafa erlend félög áhuga á honum.
Doumbia með tilboð frá FH
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn

„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn