Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2015 20:07 Hér sést vel hve mikið hefur farið undan undirstöðunum. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09