Gylfi Veigar Gylfason og Tryggvi Rafn Haraldsson skrifuðu undir nýja samninga hjá ÍA í gær og framlengdu til tveggja ára.
Hinn 22 ára gamli Gylfi Veigar hefur leikið 11 leiki með ÍA á þessu tímabili en Tryggvi sem er aðeins 19 ára gamall hefur verið að fá tækifæri hjá Gunnlaugi Jónssyni í undanförnum umferðum.
Gylfi Veigar á að baki 60 leiki fyrir ÍA og skorað 1 mark en Tryggvi lék sinn 5. leik fyrir meistaraflokk ÍA í síðustu umferð. Lék hann einnig 14 leiki með 2. flokki ÍA í sumar og skoraði í þeim 11 mörk.
„Ég er ánægður með að þessir efnilegu Skagamenn séu klárir í framhaldið með okkur. Ég vænti þess að þeir spili stærra hlutverk í liðinu næsta sumar,“ sagði Gunnlaugur í samtali við vefsíðu ÍA.
Gylfi Veigar og Tryggvi Rafn framlengja við ÍA
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn

„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn