Hælisleitandi grét í Hæstarétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Martin Obolo hælisleitandi fær ekki hæli hér. vísir/pjetur „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira