Körfubolti

Hlynur öflugur er Sundsvall vann fyrsta leik tímabilsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá EM í körfubolta, Eurobasket í haust.
Frá EM í körfubolta, Eurobasket í haust. Vísir/Valli
Hlynur Bæringsson var að vanda öflugur í liði Sundsvall Dragons í 88-73 sigri á UMEA á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Hlynur var með 60% skotnýtingu inn á vellinum í 10 skotum en sænska úrvalsdeildin í körfubolta hófst í gær.

Sundsvall náði forskotinu strax í fyrsta leikhluta og leiddi 22-18 að honum loknum. Tókst þeim að bæta við forskotið eftir því sem leið á leikinn og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 45-34.

Leikmönnum UMEA tókst aldrei að ógna forskoti Sundsvall Dragons í seinni hálfleik en munurinn fór aldrei undir tíu stig í seinni hálfleik og lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri Sundsvall Dragons.

Hlynur nýtti 5 af 7 skotum sínum innan vítateigslínunnar ásamt því að hitta úr eina þriggja stiga skoti sínu í leiknum. Þá setti hann niður 2 af 4 vítaskotum og tók 4 fráköst, öll í eigin teig.

Næsti leikur Hlyns og félaga í Sundsvall Dragons er gegn Norrköping Dolphins á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×