Fram kemur á sjónvarpsstöðinni Al Mayadeen að árásirnar hafi beinst að hópi sem gengur undir nafninu Jaish al-Fatah sem tengist Nusra-hreyfingunni sem aftur tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.
Nusra-hreyfingin samanstendur að stærstum hluta af uppreisnarhópum sem berjast bæði gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og ISIS.
Að sögn Reuters voru gerðar að minnsta kosti þrjátíu árásir í morgun.
Rússnesk yfirvöld hafa hafnað ásökunum um að orrustuvélar Rússa hafi ráðist gegn hófsömum uppreisnarhópum sem berjast gegn Assad-stjórninni, sem og að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum.
#Syria - approximate positions of Russian forces and air strikes pic.twitter.com/ACBioutqUK
— Agence France-Presse (@AFP) October 1, 2015