ÍR verður án Davíðs Georgssonar þegar liðið tekur á móti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.
Davíð var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ en hann fékk útilokum með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu mínútu í leik ÍBV og ÍR á mánudaginn.
ÍR-ingar töpuðu leiknum með einu marki, 32-31, en þetta var fyrsta tap Breiðhyltinga í deildinni í ár. Þeir eru með átta stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, líkt og Valsmenn, mótherjar kvöldsins.
Davíð hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum fyrir ÍR í vetur.
