Segir Rússa kasta olíu á eldinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2015 08:14 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Rússa. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa framkvæmt um 20 loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi í gær. Bandaríkin óttast hins vegar að skotmörk Rússa hafi ekki verið vígamenn ISIS, heldur hófsamir uppreisnarmenn sem berjast til að steypa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússa til langs tíma, af stóli. Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, segir flugvélar Rússa hafa gert loftárásir á svæðum í Sýrlandi þar sem enga vígamenn ISIS sé að finna. Hann segir Rússa vera kasta olíu á eldinn. Varnamálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian tók í sama streng þegar hann ræddi við þingmenn í París. Þá hefur NATO kvartað yfir því að Rússar hafi ekki greint frá árásum sínum nægilega. Erindrekar bæði Rússlands og Bandaríkjanna segja þó að viðræður verði haldnar eins fljótt og auðið er sem ætlað er að koma í veg fyrir atvik á milli NATO og bandamana þeirra annars vegar og Rússlands hins vegar. Varnamálaráðuneyti Rússlands hefur birt meðfylgjandi myndband af loftárásum sem sagðar eru hafa verið gerðar á átta stöðum.Fregnir hafa borist af því að 36 borgarar hafi látið lífið í tveimur loftárásum Rússa í Homs héraði. Því neita Rússar alfarið. Rússar segja að árásir sínar hafi allar beinst gegn ISIS og að þeir hafi engar upplýsingar um að borgarar hafi látið lífið. Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands, segir að ef vesturveldin hafi sannanir fyrir því, beri þeim að gera þau gögn opinber. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa yfirvöld í Frakklandi hafið rannsókn á því hvort að stjórn Assad hafi framið glæpi gegn mankyninu í Sýrlandi. Rannsóknin byggir á mestu á sönnunargögnum frá fyrrum ljósmyndara stjórnarhersins í Sýrlandi sem flúði land árið 2013. Hann gengur undir nafninu Caesar og tók með sér um 55 þúsund ljósmyndir. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir myndirnar meðal annars sýna fanga stjórnarhersins pyntaða. Um 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða fleiri manns en Íslamska ríkið. Þá er talið að stjórnarherinn hafi varpað svokölluðum tunnusprengjum á íbúðarbyggðir og beitt efnavopnum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár. 1. október 2015 09:00