Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Bjarki Ármannsson skrifar 19. október 2015 22:20 Trinity-túrbínan hefur vakið athygli víða um heim. Mynd/Janulus Íslenskir bræður sem vilja auðvelda almenningi að notast við endurnýjanlega orku hafa safnað um 150 þúsund Bandaríkjadölum, eða tæpum nítján milljónum króna, á vefsíðunni Kickstarter til að fjármagna framleiðslu á ferðavindtúrbínum sínum. Hugmynd þeirra hefur jafnframt vakið athygli fjölmiðla utan landsteinanna, en CBS News hyggst senda tökulið til Íslands í næsta mánuði til að fylgjast með framleiðslunni.Ágúst og Einar með túrbínu sem framleidd var með þrívíddarprentara.Mynd/Janulus„Við erum búnir að fá svo mikið lof fyrir þetta að við erum alveg í skýjunum, það er ekki annað hægt að segja,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, sem stýrir fyrirtækinu Janulus ásamt Einari bróður sínum. „Við erum strax farnir að gera ráðstafanir til að hefja framleiðslu á þessu og erum þvílíkt spenntir.“ Ólíklegt verður að teljast að nokkuð íslenskt verkefni hafi safnað meira fjármagni í hópsöfnun sem þessari en Trinity-vindtúrbína þeirra Ágústs og Einars. En hvað er Trinity og hvers vegna hefur hugmyndin vakið svona mikla athygli?Vilja innleiða „íslensku leiðina“ í útlöndum Hugmyndin á bak við tækið er að gera vindorku aðgengilegri og ódýrari, meðal annars með því að draga úr uppsetningarkostnaði með því að sameina vöruna, rafhlöður, hleðslustýringu og fleira í eitt stykki. Bræðurnir segja almenning þurfa sífellt meira rafmagn og að með Trinity-vélunum geti fólk í útlöndum innleitt „íslensku leiðina“ á heimili sitt eða fyrirtæki – það er, að framleiða rafmagn með endurnýjanlegum orkugjafa þannig að gott sem engar áhyggjur þurfi að hafa af rafmagnsreikningnum. Túrbínurnar verða framleiddar í fjórum stærðum og eru hugsaðar fyrir ólíkar aðstæður. Þær allra minnstu er hægt að taka með sér í útileguna til að hlaða síma eða myndavél en stærri gerðirnar segja Ágúst og Einar að gætu til að mynda nýst eigendum báta eða húsbíla.Rafbíll hlaðinn með rafmagni frá Trinity-túrbínu.Mynd/Janulus„Hún er hönnuð þannig að þú getur auðveldlega brotið hana saman og komið henni fyrir í skottinu,“ segir Einar. „Þannig að hægt er að nota hana til að hlaða rafmagnsbíl eða hafa bara með til öryggis. Það er vaxandi markaður sem við erum að horfa nokkuð til.“Framleiða túrbínurnar í KópavogiFyrirtækið Janulus, sem einnig vakti athygli í byrjun árs fyrir þróun sína á TOB-snúrunni svokölluðu, er nýflutt í húsnæði við Dalveg í Kópavogi þar sem bræðurnir ætla að hefja framleiðslu á Trinity-vélinni í byrjun nóvember. Þegar hafa mörg hundruð stykki verið pöntuð í gegnum Kickstarter, þar af flest til Bandaríkjanna. Um miðjan nóvember eiga þeir svo von á tökuliði CBS.Snjallsími hlaðinn með smárri túrbínu.Mynd/Janulus„Okkur var fyrst boðið að fara út í viðtal til þeirra í Los Angeles, en okkur fannst það fullsnemmt og báðum um að fara frekar á nýju ári,“ segir Ágúst. „Þá segir framleiðandinn þeirra sem var að pæla í þessu: „How crazy would it be if I went to Iceland?“ Svo var bara ekkert aftur snúið.“ Að sögn þeirra bræðra mun CBS taka upp hér á landi í þrjá daga, til að kynna sér vöruna, framleiðsluna og orkumál á Íslandi almennt. Tilgangurinn sé meðal annars sá að rannsaka hvernig hönnun Ágústs og Einars geti hjálpað Bandaríkjamönnum að innleiða betur endurnýjanlega orku. „Við erum að opna nýjan vinkil í vindtúrbínum,“ útskýra þeir bræðurnir. „Vindorka hefur ekki verið samkeppnishæf við sólarorku vegna kostnaðar. Með þessu tæki er vindorka í fyrsta sinn orðinn alvöru valkostur.“ Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslenskir bræður sem vilja auðvelda almenningi að notast við endurnýjanlega orku hafa safnað um 150 þúsund Bandaríkjadölum, eða tæpum nítján milljónum króna, á vefsíðunni Kickstarter til að fjármagna framleiðslu á ferðavindtúrbínum sínum. Hugmynd þeirra hefur jafnframt vakið athygli fjölmiðla utan landsteinanna, en CBS News hyggst senda tökulið til Íslands í næsta mánuði til að fylgjast með framleiðslunni.Ágúst og Einar með túrbínu sem framleidd var með þrívíddarprentara.Mynd/Janulus„Við erum búnir að fá svo mikið lof fyrir þetta að við erum alveg í skýjunum, það er ekki annað hægt að segja,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, sem stýrir fyrirtækinu Janulus ásamt Einari bróður sínum. „Við erum strax farnir að gera ráðstafanir til að hefja framleiðslu á þessu og erum þvílíkt spenntir.“ Ólíklegt verður að teljast að nokkuð íslenskt verkefni hafi safnað meira fjármagni í hópsöfnun sem þessari en Trinity-vindtúrbína þeirra Ágústs og Einars. En hvað er Trinity og hvers vegna hefur hugmyndin vakið svona mikla athygli?Vilja innleiða „íslensku leiðina“ í útlöndum Hugmyndin á bak við tækið er að gera vindorku aðgengilegri og ódýrari, meðal annars með því að draga úr uppsetningarkostnaði með því að sameina vöruna, rafhlöður, hleðslustýringu og fleira í eitt stykki. Bræðurnir segja almenning þurfa sífellt meira rafmagn og að með Trinity-vélunum geti fólk í útlöndum innleitt „íslensku leiðina“ á heimili sitt eða fyrirtæki – það er, að framleiða rafmagn með endurnýjanlegum orkugjafa þannig að gott sem engar áhyggjur þurfi að hafa af rafmagnsreikningnum. Túrbínurnar verða framleiddar í fjórum stærðum og eru hugsaðar fyrir ólíkar aðstæður. Þær allra minnstu er hægt að taka með sér í útileguna til að hlaða síma eða myndavél en stærri gerðirnar segja Ágúst og Einar að gætu til að mynda nýst eigendum báta eða húsbíla.Rafbíll hlaðinn með rafmagni frá Trinity-túrbínu.Mynd/Janulus„Hún er hönnuð þannig að þú getur auðveldlega brotið hana saman og komið henni fyrir í skottinu,“ segir Einar. „Þannig að hægt er að nota hana til að hlaða rafmagnsbíl eða hafa bara með til öryggis. Það er vaxandi markaður sem við erum að horfa nokkuð til.“Framleiða túrbínurnar í KópavogiFyrirtækið Janulus, sem einnig vakti athygli í byrjun árs fyrir þróun sína á TOB-snúrunni svokölluðu, er nýflutt í húsnæði við Dalveg í Kópavogi þar sem bræðurnir ætla að hefja framleiðslu á Trinity-vélinni í byrjun nóvember. Þegar hafa mörg hundruð stykki verið pöntuð í gegnum Kickstarter, þar af flest til Bandaríkjanna. Um miðjan nóvember eiga þeir svo von á tökuliði CBS.Snjallsími hlaðinn með smárri túrbínu.Mynd/Janulus„Okkur var fyrst boðið að fara út í viðtal til þeirra í Los Angeles, en okkur fannst það fullsnemmt og báðum um að fara frekar á nýju ári,“ segir Ágúst. „Þá segir framleiðandinn þeirra sem var að pæla í þessu: „How crazy would it be if I went to Iceland?“ Svo var bara ekkert aftur snúið.“ Að sögn þeirra bræðra mun CBS taka upp hér á landi í þrjá daga, til að kynna sér vöruna, framleiðsluna og orkumál á Íslandi almennt. Tilgangurinn sé meðal annars sá að rannsaka hvernig hönnun Ágústs og Einars geti hjálpað Bandaríkjamönnum að innleiða betur endurnýjanlega orku. „Við erum að opna nýjan vinkil í vindtúrbínum,“ útskýra þeir bræðurnir. „Vindorka hefur ekki verið samkeppnishæf við sólarorku vegna kostnaðar. Með þessu tæki er vindorka í fyrsta sinn orðinn alvöru valkostur.“
Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30