Þjálfarar Keflavíkur í Domino´s deild karla fengu skilboð í auglýsingu fyrir heimaleiki liðsins í vikunni en þessi auglýsing birtist í Víkurfréttum.
Karfan.is segir frá þessu á síðunni sinni og birtir mynd af auglýsingunni í fréttinni sem hefur fyrirsögnina: „Vissara að mæta í myndatökuna!"
Keflavík er að kynna leikmenn og þjálfara meistaraflokks karla í viðkomandi auglýsingu og þar er mynd af öllum leikmönnum í hópnum.
Það eru hinsvegar ekki myndir af þjálfurunum Sigurði Ingimundarsyni og Einari Einarssyni sem eru tveir af þekktustu og farsælustu þjálfurum Keflavíkur í gegnum tíðina.
Það lítur út fyrir að þeir Sigurður og Einar hafi ekki mætt í viðkomandi myndatöku og að refsingin hafi verið afar sérstakt myndaval.
Í stað þeirra eru nefnilega myndir af teiknimyndapersónunum Beavis og Butthead sem vöktu mikla athygli þegar þeir voru á MTV sjónvarpsstöðinni á tíunda áratug síðustu aldar.
Nú er bara spurning hvernig þjálfararnir taka í þetta grín en þeir eru nú þekktir fyrir að láta leikmenn sína komast ekki upp með neitt múður.
Það er hægt að sjá alla auglýsinguna með því að smella hér en hún er á síðu 23.
Beavis og Butthead að þjálfa Keflavíkurliðið í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti





Fleiri fréttir
