Útlendingastofnun telur ekki ástæðu til að endurskoða brottvísanirnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. október 2015 19:00 Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina fara að lögum og reglum. Á meðan sé ekki forsenda til að endurskoða ákvarðanir um brottvísanir. VÍSIR/SKJÁSKOT Forstjóri Útlendingastofnunar segir að úrskurðir um að veita annars vegar albanskri, og hins vegar sýrlenskri fjölskyldu ekki hæli hér á landi, verði ekki endurskoðaðir. Ekki sé forsenda til að endurskoða ákvarðanir sem byggja á lögum sem Alþingi setur. Albönum sem sækja um hæli hér á landi hefur fjölgað gríðarlega undanfarið. Alls hafa 246 einstaklingar sótt um hæli það sem af er ári, en þar af eru 92, eða næstum fjortíu prósent frá Albaníu. Enginn þessara níutíu og tveggja albana hefur aftur á móti fengið hæli hér á landi. Öllum þeirra umsóknum hefur verið synjað það sem af er ári. Sama var uppi á teningnum í fyrra. „Aðstæður í Albaníu eru þannig að þetta er tiltölulega friðsælt lýðræðisríki. Þar er ekki ógnarstjórn og fólk verður ekki fyrir ofsóknum. Þannig að meginstefnu til þá hefur fólk ekki verið að fá hæli,“ segir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar. Hátt í tíu þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftarlistarlista þar sem þess er krafist að fimm manna albönsk fjölskylda fái að setjast að hér á landi, en þau fengu þær fréttir fyrir helgi að beiðni þeirra um hæli hefði verið hafnað. „Það eru fleiri albanskar fjölskyldur sem hingað hafa komið og eru hérna í hælisleit. Þannig þetta er ekki ein fjölskylda sem að hér er verið að ræða um. Það er í rauninni öll albanska þjóðin sem að þarna gæti átt undir,“ segir Kristín. Öllum hælisleitendum stendur til boða að kæra úrskurði þar sem þeim hefur verið synjað um hæli en að óbreyttu mun stofnunin ekki endurskoða mál albönsku fjölskyldunnar. „Við teljum okkur hafa farið að lögum og alþjóðareglum í afgreiðslu þessa máls eins og annarra,“ segir Kristín. Þá var Sýrlenskum hjónum með tvö börn um helgina synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi, þar sem þau eru nú þegar með dvalarleyfi í Grikklandi. Kristín segir að einstaklingar sem fengið hafa vernd njóti að flestu leyti sömu réttinda og grískir ríkisborgarar. Því sé afstaða Útlendingastofnunar að það sé í lagi að senda fjölskylduna til baka til Grikklands. Ákvörðunin hefur vakið töluverða athygli, ekki síst vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Þá sagðist Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar ekki trúa öðru en að málið yrði skoðað sérstaklega. Kristín segir enga ástæðu til að endurskoða málið. „Við förum eftir lögum og reglum hjá Útlendingastofnun sem Alþingi setur okkur. Það er ekki forsenda til að endurskoða ákvörðun sem byggir á þeim lögum og reglum,“ segir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar. Flóttamenn Tengdar fréttir Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30 Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Einn daginn berst bréf "Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. 7. október 2015 09:00 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofnunar segir að úrskurðir um að veita annars vegar albanskri, og hins vegar sýrlenskri fjölskyldu ekki hæli hér á landi, verði ekki endurskoðaðir. Ekki sé forsenda til að endurskoða ákvarðanir sem byggja á lögum sem Alþingi setur. Albönum sem sækja um hæli hér á landi hefur fjölgað gríðarlega undanfarið. Alls hafa 246 einstaklingar sótt um hæli það sem af er ári, en þar af eru 92, eða næstum fjortíu prósent frá Albaníu. Enginn þessara níutíu og tveggja albana hefur aftur á móti fengið hæli hér á landi. Öllum þeirra umsóknum hefur verið synjað það sem af er ári. Sama var uppi á teningnum í fyrra. „Aðstæður í Albaníu eru þannig að þetta er tiltölulega friðsælt lýðræðisríki. Þar er ekki ógnarstjórn og fólk verður ekki fyrir ofsóknum. Þannig að meginstefnu til þá hefur fólk ekki verið að fá hæli,“ segir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar. Hátt í tíu þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftarlistarlista þar sem þess er krafist að fimm manna albönsk fjölskylda fái að setjast að hér á landi, en þau fengu þær fréttir fyrir helgi að beiðni þeirra um hæli hefði verið hafnað. „Það eru fleiri albanskar fjölskyldur sem hingað hafa komið og eru hérna í hælisleit. Þannig þetta er ekki ein fjölskylda sem að hér er verið að ræða um. Það er í rauninni öll albanska þjóðin sem að þarna gæti átt undir,“ segir Kristín. Öllum hælisleitendum stendur til boða að kæra úrskurði þar sem þeim hefur verið synjað um hæli en að óbreyttu mun stofnunin ekki endurskoða mál albönsku fjölskyldunnar. „Við teljum okkur hafa farið að lögum og alþjóðareglum í afgreiðslu þessa máls eins og annarra,“ segir Kristín. Þá var Sýrlenskum hjónum með tvö börn um helgina synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi, þar sem þau eru nú þegar með dvalarleyfi í Grikklandi. Kristín segir að einstaklingar sem fengið hafa vernd njóti að flestu leyti sömu réttinda og grískir ríkisborgarar. Því sé afstaða Útlendingastofnunar að það sé í lagi að senda fjölskylduna til baka til Grikklands. Ákvörðunin hefur vakið töluverða athygli, ekki síst vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Þá sagðist Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar ekki trúa öðru en að málið yrði skoðað sérstaklega. Kristín segir enga ástæðu til að endurskoða málið. „Við förum eftir lögum og reglum hjá Útlendingastofnun sem Alþingi setur okkur. Það er ekki forsenda til að endurskoða ákvörðun sem byggir á þeim lögum og reglum,“ segir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30 Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Einn daginn berst bréf "Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. 7. október 2015 09:00 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30
Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Einn daginn berst bréf "Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. 7. október 2015 09:00
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Tólf ekki enn í skóla Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. 6. október 2015 07:00