Útgefandi Forlagsins: „Við gengum of langt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. október 2015 15:19 Jóhann Páll Valdimarsson segir starfsfólk útgáfunnar ekki hafa vitað neitt um málið. Vísir/Arnþór „Ætli sannleikurinn sé ekki sá að ég hafi ekki hugsað þetta til enda. Ekki gerði ég þetta í illum hug,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Gustað hefur um bókaforlagið í dag eftir að í ljós kom að Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður Fréttatímans, hafði tekið viðtal við uppdiktaðan höfund í tilefni af útkomu bókarinnar Lausnin. Taldi Friðrika sig hafa tekið viðtal við höfund bókarinnar, Evu Magnúsdóttur, en bókin reyndist hafa verið skrifuð undir dulnefni. Það kom hins vegar ekki fram í samtölum Friðriku við „Evu“ sem fóru alfarið fram í tölvupósti né í samtali við kynningarfulltrúa Forlagsins. Með viðtalinu var birt mynd af konu sem í raun og veru má finna á myndasíðum á netinu. Druslubækur og doðrantar greindu frá því í gær.Starfsfólkið vissi ekki að um dulnefni var að ræða Jóhann Páll segir Árna Þór Árnason kynningarfulltrúa Forlagsins hafa verið í góðri trú um að Eva Magnúsdóttir væri raunverulegur einstaklingur og þá var Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra bókarinnar, heldur ekki tjáð að um dulnefni væri að ræða.Sjá einnig: Einn reyndasti menningarblaðamaður landsins blekktur „Það er bara ég einn sem veit hver þessi höfundur er. Starfsfólk fyrirtækisins veit ekkert um það. Það er einfaldlega að kröfu höfundar sem ég hef heitið trúnaði,“ útskýrir Jóhann Páll. „Við getum sagt að þetta hafi verið samantekin ráð, það er að segja ég og höfundurinn.“ Hann segist biðja blaðamanninn, Friðriku, velvirðingar á málinu. „Í mínum huga var þetta meiri samkvæmisleikur en staðreyndin er sú að höfundurinn vill halda nafni sínu leyndu. En það má vel vera að það hafi verið of langt gengið og mér þykir það mjög leitt.“ Hann segist ekki hafa búist við því að uppátækið yrði tekið jafn alvarlega og raun ber vitni.Höfundurinn svaraði sjálfur spurningum Friðriku Jóhann Páll bendir á að það hafi tíðkast lengi að bækur komi út undir dulnefnum. „Hvort heldur sem er að það sé tekið fram að um dulnefni sé að ræða en svo er það einnig nokkurra alda gamalt að bækur komi út undir dulnefni og ekkert tekið fram um það.“ Hann segist ekki þekkja söguna hvað varðar það að dulnefnishöfundar fari í viðtöl, það hafi ef til vill verið mistök.Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Hann segist vona að málið hafi ekki alvarlegar afleiðingar en nú er jólabókaflóðið á næsta leyti. „Við erum nú ekki þekkt af óvönduðum vinnubrögðum.“En staðreyndin er samt sú að það er verið að villa á sér heimildir? „Já það er auðvitað ástæðan fyrir því að ég bið blaðamanninn velvirðingar. Þarna fórum við of langt. Við gengum of langt.“Já þú viðurkennir það? „Já, já, já. Við fórum of langt. Auðvitað þykir mér það mjög leitt að valda blaðamanni vonbrigðum og leiðindum með því.“ Jóhann Páll segist ekki geta gefið upp hver höfundurinn er en telur rétt að upplýsa það að höfundurinn sjálfur svaraði spurningum Friðriku. Þá segir Jóhann Páll að myndin sem birtist með fréttinni hafi komið frá höfundinum sjálfum. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ætli sannleikurinn sé ekki sá að ég hafi ekki hugsað þetta til enda. Ekki gerði ég þetta í illum hug,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Gustað hefur um bókaforlagið í dag eftir að í ljós kom að Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður Fréttatímans, hafði tekið viðtal við uppdiktaðan höfund í tilefni af útkomu bókarinnar Lausnin. Taldi Friðrika sig hafa tekið viðtal við höfund bókarinnar, Evu Magnúsdóttur, en bókin reyndist hafa verið skrifuð undir dulnefni. Það kom hins vegar ekki fram í samtölum Friðriku við „Evu“ sem fóru alfarið fram í tölvupósti né í samtali við kynningarfulltrúa Forlagsins. Með viðtalinu var birt mynd af konu sem í raun og veru má finna á myndasíðum á netinu. Druslubækur og doðrantar greindu frá því í gær.Starfsfólkið vissi ekki að um dulnefni var að ræða Jóhann Páll segir Árna Þór Árnason kynningarfulltrúa Forlagsins hafa verið í góðri trú um að Eva Magnúsdóttir væri raunverulegur einstaklingur og þá var Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra bókarinnar, heldur ekki tjáð að um dulnefni væri að ræða.Sjá einnig: Einn reyndasti menningarblaðamaður landsins blekktur „Það er bara ég einn sem veit hver þessi höfundur er. Starfsfólk fyrirtækisins veit ekkert um það. Það er einfaldlega að kröfu höfundar sem ég hef heitið trúnaði,“ útskýrir Jóhann Páll. „Við getum sagt að þetta hafi verið samantekin ráð, það er að segja ég og höfundurinn.“ Hann segist biðja blaðamanninn, Friðriku, velvirðingar á málinu. „Í mínum huga var þetta meiri samkvæmisleikur en staðreyndin er sú að höfundurinn vill halda nafni sínu leyndu. En það má vel vera að það hafi verið of langt gengið og mér þykir það mjög leitt.“ Hann segist ekki hafa búist við því að uppátækið yrði tekið jafn alvarlega og raun ber vitni.Höfundurinn svaraði sjálfur spurningum Friðriku Jóhann Páll bendir á að það hafi tíðkast lengi að bækur komi út undir dulnefnum. „Hvort heldur sem er að það sé tekið fram að um dulnefni sé að ræða en svo er það einnig nokkurra alda gamalt að bækur komi út undir dulnefni og ekkert tekið fram um það.“ Hann segist ekki þekkja söguna hvað varðar það að dulnefnishöfundar fari í viðtöl, það hafi ef til vill verið mistök.Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Hann segist vona að málið hafi ekki alvarlegar afleiðingar en nú er jólabókaflóðið á næsta leyti. „Við erum nú ekki þekkt af óvönduðum vinnubrögðum.“En staðreyndin er samt sú að það er verið að villa á sér heimildir? „Já það er auðvitað ástæðan fyrir því að ég bið blaðamanninn velvirðingar. Þarna fórum við of langt. Við gengum of langt.“Já þú viðurkennir það? „Já, já, já. Við fórum of langt. Auðvitað þykir mér það mjög leitt að valda blaðamanni vonbrigðum og leiðindum með því.“ Jóhann Páll segist ekki geta gefið upp hver höfundurinn er en telur rétt að upplýsa það að höfundurinn sjálfur svaraði spurningum Friðriku. Þá segir Jóhann Páll að myndin sem birtist með fréttinni hafi komið frá höfundinum sjálfum.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira