Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 109-104 | Karaktersigur Keflvíkinga eftir tvær framlengingar Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni í Keflavík skrifar 19. október 2015 21:15 Reggie Dupree lék vel með Keflavík. Vísir/Valli Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir flottan sigur á Haukum í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur og lokatölur urðu 109-104 þar sem Reggie Dupree og Magnús Þór Gunnarsson voru Keflavíkurliðinu mikilvægir á lokakafla leiksins ásamt Val Orra Valssyni. Besti leikmaður Keflavíkinga Earl Brown var stigahæstur með 35 stig og 19 fráköst. Valur Orri Valsson hóf leikinn með tveimur þriggja stiga körfum en Haukar voru aldrei langt undan. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik sem og að hafa tvö til þrjú stig í forskot en Keflvíkingar náðu mest 5 stiga forskoti í öðrum leikhluta. Þeir reyndu svæðisvörn undir lok 2. leikhluta en hún gekk ekki upp fengu Haukar því fjórar auðveldar körfur á meðan Keflavík spilaði svæðisvörn. Fyrri hálfleikur endaði á þriggja stiga körfu frá leikmanni Hauka, Kára Jónssyni, og héldu þeir inn í búningsklefann með 8 stiga forskot 42-50. Leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree, átti slakan fyrri hálfleik en hans frammistaða átti heldur betur eftir að breytast í þeim síðari. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleik á að spila mjög fasta vörn en án þess að vera grófir. Haukar voru oftar en ekki að taka erfið skot en fengu þó oftar en ekki tvær tilraunir í hverri sókn. Brown var sýndi seiglu bæði í vörn og sókn. Þegar illa gekk hjá Keflavík var það Reggie Dupree sem dró vagninn fyrir þá. Keflvíkingar náðu sex stiga forskoti 83-77 þegar skammt var eftir af leiknum. Haukar neituðu að gefast upp og náðu að jafna leikinn í 88-88 með þriggja stiga skoti frá Hauki Óskarssyni. Bæði lið fengu tækifæri til að klára en boltinn vildi ekki ofaní því þurfti að framlengja. Í fyrri framlengingu voru Haukar sterkari og náðu fimm stiga forskoti en Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að knýja fram aðra framlengingu. Það var fyrst og fremst Reggie Dupree, Val Orra og Magga Gunnarsyni að þakka. Aftur áttu Haukar síðasta skotið í framlengingunni en það geigaði. Síðari framlengingin var algerlega eign Keflvíkinga en þeir náðu fljótt forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Flottur sigur hjá Keflvíkingum en það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur þeirra. Hjá Haukunum var það Stephen Madison sem var stigahæstur með 30 stig og 19 fráköst, Finnur Atli Magnússon átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst, en var í villuvandræðum. Úrslitin þýða að Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina og kemur það einhverjum kannski á óvart. Haukarnir eiga erfiðan leik í næstu umferð en þá taka þeir á móti KR.Keflavík-Haukar 109-104 (24-22, 18-28, 24-18, 22-20, 11-11, 10-5)Keflavík: Earl Brown Jr. 35/19 fráköst, Valur Orri Valsson 18/4 fráköst, Reggie Dupree 18/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Magnús Már Traustason 9, Guðmundur Jónsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andrés Kristleifsson 2.Haukar: Stephen Michael Madison 30/19 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 21/11 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar, Emil Barja 13/12 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10/7 fráköst, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3.Sigurður: Verðum að spila á mörgum mönnum ef þetta á að ganga upp Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga, var ánægður með sigur á Haukum í kvöld en Keflavík vann eftir spennandi leik og tvær framlengingar. „Þetta var örugglega skemmtilegur leikur að horfa á, tvö góð lið og tvær framlengingar. Við erum ánægðir með að hafa unnið frábært lið Hauka," sagði Sigurður sem var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn. „Liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Okkar helsta vopn er að spila á fullu allan leikinn og við verðum að spila á mörgum mönnum ef þetta á að ganga upp," sagði Sigurður en hann var ánægður með Reggie Dupree í seinni hálfleik. „Reggie var búinn að vera í vandræðum í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í lokinn ásamt öðrum. Það er skemmtileg stemning í hópnum og allir vita sín hlutverk. En við vorum ekki að stíga nægilega vel út í leiknum og það er eitthvað sem við verðum að laga," sagði Sigurður.Finnur Atli: Nýttum ekki hæðarmuninn Finnur Atli Magnússon, miðherji Hauka, var ekki glaður í lok leiks eftir tap á móti Keflavík í tvíframlengdum leik. „Við vorum að klikka á mörgum skotum og taka mörg fráköst en náðum ekki að nýta þetta forskot okkar á hæð þeirra. Við erum 20 sentímetrum hærri en Keflvíkingarnir að meðaltali en við nýttum okkur það ekki í kvöld," sagði Finnur Atli. „Boltinn vildi ekki ofaní og það er mjög svekkjandi, því fór sem fór. Við eigum KR-inga í næsta leik og ef þessi leikur var erfiður þurfum við að gíra okkur upp á móti þeim. Ég vonast til að bróður minn verði klár," sagði Finnur Atli en eldri bróðir hans Helgi Már Magnússon hefur ekki verið með KR-liðinu í upphafi móts.Magnús Þór: Erum ekki að koma okkur á óvart Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkingar, var kátur í leikslok en hann skoraði 12 stig í leiknum, allt úr þriggja stiga skotum. „Það er alltaf erfitt að spila á móti hörkuliðum eins og Haukum. Við bjuggumst ekki við tveimur framlengingum en við kláruðum þetta í lokin og það er gott. Það áttu fáir von á þessu gengi hjá okkur en við erum ekki að koma okkur á óvart," sagði Magnús.Ívar: Við stóðumst ekki prófið Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka, var mjög óánægður með sína menn í tapinu á móti Keflavík en Haukar misstu frá sér leikinn í fjórða leikhluta. „Ég er mjög ósáttur með leik minna manna. Við stóðumst ekki prófið. Andlega erum við ekki tilbúnir í þetta, við erum að gera mistök eftir mistök," sagði Ívar. „Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað þegar við náðum einhverri forustu í leiknum. Við vorum ekki skynsamir og náðum ekki að refsa þeim heldur ætluðum við að skora einhverja þrista á fætur öðrum og það varð okkur að falli hér í kvöld," sagði Ívar.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir flottan sigur á Haukum í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur og lokatölur urðu 109-104 þar sem Reggie Dupree og Magnús Þór Gunnarsson voru Keflavíkurliðinu mikilvægir á lokakafla leiksins ásamt Val Orra Valssyni. Besti leikmaður Keflavíkinga Earl Brown var stigahæstur með 35 stig og 19 fráköst. Valur Orri Valsson hóf leikinn með tveimur þriggja stiga körfum en Haukar voru aldrei langt undan. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik sem og að hafa tvö til þrjú stig í forskot en Keflvíkingar náðu mest 5 stiga forskoti í öðrum leikhluta. Þeir reyndu svæðisvörn undir lok 2. leikhluta en hún gekk ekki upp fengu Haukar því fjórar auðveldar körfur á meðan Keflavík spilaði svæðisvörn. Fyrri hálfleikur endaði á þriggja stiga körfu frá leikmanni Hauka, Kára Jónssyni, og héldu þeir inn í búningsklefann með 8 stiga forskot 42-50. Leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree, átti slakan fyrri hálfleik en hans frammistaða átti heldur betur eftir að breytast í þeim síðari. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleik á að spila mjög fasta vörn en án þess að vera grófir. Haukar voru oftar en ekki að taka erfið skot en fengu þó oftar en ekki tvær tilraunir í hverri sókn. Brown var sýndi seiglu bæði í vörn og sókn. Þegar illa gekk hjá Keflavík var það Reggie Dupree sem dró vagninn fyrir þá. Keflvíkingar náðu sex stiga forskoti 83-77 þegar skammt var eftir af leiknum. Haukar neituðu að gefast upp og náðu að jafna leikinn í 88-88 með þriggja stiga skoti frá Hauki Óskarssyni. Bæði lið fengu tækifæri til að klára en boltinn vildi ekki ofaní því þurfti að framlengja. Í fyrri framlengingu voru Haukar sterkari og náðu fimm stiga forskoti en Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að knýja fram aðra framlengingu. Það var fyrst og fremst Reggie Dupree, Val Orra og Magga Gunnarsyni að þakka. Aftur áttu Haukar síðasta skotið í framlengingunni en það geigaði. Síðari framlengingin var algerlega eign Keflvíkinga en þeir náðu fljótt forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Flottur sigur hjá Keflvíkingum en það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur þeirra. Hjá Haukunum var það Stephen Madison sem var stigahæstur með 30 stig og 19 fráköst, Finnur Atli Magnússon átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst, en var í villuvandræðum. Úrslitin þýða að Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina og kemur það einhverjum kannski á óvart. Haukarnir eiga erfiðan leik í næstu umferð en þá taka þeir á móti KR.Keflavík-Haukar 109-104 (24-22, 18-28, 24-18, 22-20, 11-11, 10-5)Keflavík: Earl Brown Jr. 35/19 fráköst, Valur Orri Valsson 18/4 fráköst, Reggie Dupree 18/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Magnús Már Traustason 9, Guðmundur Jónsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andrés Kristleifsson 2.Haukar: Stephen Michael Madison 30/19 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 21/11 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar, Emil Barja 13/12 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 10/7 fráköst, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3.Sigurður: Verðum að spila á mörgum mönnum ef þetta á að ganga upp Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga, var ánægður með sigur á Haukum í kvöld en Keflavík vann eftir spennandi leik og tvær framlengingar. „Þetta var örugglega skemmtilegur leikur að horfa á, tvö góð lið og tvær framlengingar. Við erum ánægðir með að hafa unnið frábært lið Hauka," sagði Sigurður sem var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn. „Liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Okkar helsta vopn er að spila á fullu allan leikinn og við verðum að spila á mörgum mönnum ef þetta á að ganga upp," sagði Sigurður en hann var ánægður með Reggie Dupree í seinni hálfleik. „Reggie var búinn að vera í vandræðum í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í lokinn ásamt öðrum. Það er skemmtileg stemning í hópnum og allir vita sín hlutverk. En við vorum ekki að stíga nægilega vel út í leiknum og það er eitthvað sem við verðum að laga," sagði Sigurður.Finnur Atli: Nýttum ekki hæðarmuninn Finnur Atli Magnússon, miðherji Hauka, var ekki glaður í lok leiks eftir tap á móti Keflavík í tvíframlengdum leik. „Við vorum að klikka á mörgum skotum og taka mörg fráköst en náðum ekki að nýta þetta forskot okkar á hæð þeirra. Við erum 20 sentímetrum hærri en Keflvíkingarnir að meðaltali en við nýttum okkur það ekki í kvöld," sagði Finnur Atli. „Boltinn vildi ekki ofaní og það er mjög svekkjandi, því fór sem fór. Við eigum KR-inga í næsta leik og ef þessi leikur var erfiður þurfum við að gíra okkur upp á móti þeim. Ég vonast til að bróður minn verði klár," sagði Finnur Atli en eldri bróðir hans Helgi Már Magnússon hefur ekki verið með KR-liðinu í upphafi móts.Magnús Þór: Erum ekki að koma okkur á óvart Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkingar, var kátur í leikslok en hann skoraði 12 stig í leiknum, allt úr þriggja stiga skotum. „Það er alltaf erfitt að spila á móti hörkuliðum eins og Haukum. Við bjuggumst ekki við tveimur framlengingum en við kláruðum þetta í lokin og það er gott. Það áttu fáir von á þessu gengi hjá okkur en við erum ekki að koma okkur á óvart," sagði Magnús.Ívar: Við stóðumst ekki prófið Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka, var mjög óánægður með sína menn í tapinu á móti Keflavík en Haukar misstu frá sér leikinn í fjórða leikhluta. „Ég er mjög ósáttur með leik minna manna. Við stóðumst ekki prófið. Andlega erum við ekki tilbúnir í þetta, við erum að gera mistök eftir mistök," sagði Ívar. „Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað þegar við náðum einhverri forustu í leiknum. Við vorum ekki skynsamir og náðum ekki að refsa þeim heldur ætluðum við að skora einhverja þrista á fætur öðrum og það varð okkur að falli hér í kvöld," sagði Ívar.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti