Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir fór heldur betur vel af stað með nýja liðinu sínu, Snæfelli, í dag.
Bryndís tryggði þá Íslandsmeisturunum 95-93 sigur á nýliðum Stjörnunnar í Hólminum í 2. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta.
Aðeins þrjú sekúndubrot voru eftir af leiknum þegar Haiden Palmer tók innkast undir körfunni.
Sending hennar var góð og Bryndísi tókst að koma boltanum í körfuna áður en tíminn rann út. Ótrúlega vel gert hjá Bryndísi sem skrifaði undir samning við Snæfell í gær.
Flautukörfu Bryndísar má sjá á vefsíðunni Leikbrot, eða með því að smella hér.
Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
