Körfubolti

Hörður Axel til tékknesku meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel er á leið til Tékklands.
Hörður Axel er á leið til Tékklands. vísir/valli
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er genginn í raðir tékkneska meistaraliðsins Nymburk frá Trikala í Grikklandi. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Hörður lék sinn síðasta leik með Trikala í dag þegar hann skoraði þrjú stig í 73-64 sigri á Kavala. Hörður heldur til Tékklands á mánudagsmorgun og áætlað er að hann leiki sinn fyrsta leik með Nymburk á miðvikudaginn.

Nymburk er þriðja liðið sem Hörður leikur með á þessu ári. Síðasta vetur lék hann með Mitteldeutscher í Þýskalandi en í sumar samdi hann svo við Trikala. Dvölin í Grikklandi varð hins vegar ekki löng.

Nymburk, sem er frá samnefndri borg í Tékklandi, hefur mikla yfirburði í deildinni heima fyrir en liðið hefur orðið tékkneskur meistari 12 ár í röð. Þá tekur liðið þátt í tveimur Evrópukeppnum svo það verður nóg að gera hjá Herði í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×