Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2015 07:00 Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. vísir/epa „Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu. Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
„Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54