81 árs gamalt hitamet féll í Neskaupstað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 17:32 Frá Neskaupsstað. vísir/gva Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12