Rasískum fúkyrðum rignir yfir meðlimi UVG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 23:35 Hluti þeirra ungmenna sem koma fram í myndbandinu. myndir/youtube Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna. Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna.
Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42