Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 16. október 2015 08:30 María er bæði spennt og stressuð fyrir því að lagið komi út. Mynd/Jónatan Grétarsson Ég er ekki búin að gefa út lag síðan ég tók þátt í Eurovision og er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég eigi að gera,“ segir María Ólafsdóttir söngkona sem líkt og vel flestir vita tók þátt í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum. „Valdi vinur minn samdi lagið og leyfði mér að heyra. Ég féll strax fyrir því og samdi texta við lagið,“ segir María og bætir við: „Þetta er í rauninni fyrsti textinn sem ég skrifa sjálf, ég hjálpaði aðeins til við textann við Eurovision-lagið.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áður reynt fyrir sér sem textahöfundur segir María textasmíðina hafa gengið fremur átakalaust fyrir sig. „Ég heyrði demó af laginu, hlustaði á það nokkrum sinnum og svo kom bara textinn á einu kvöldi,“ segir hún. „Ég held að flestir geti tengt við textann að einhverju leyti. Hann fjallar um það að líða illa en hafa verið á stað þar sem manni líður betur og vilja komast á hann aftur.“ María söng lagið Tek lítil skref, eða Unbroken líkt og það útleggst á ensku í Vín. Lagið vakti lukku hér á landi en komst ekki upp úr undankeppninni þar ytra. María segir nýja lagið laust við Eurovision-fílinginn. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið frábrugðið því sem ég hef verið að gera en það er samt alveg minn stíll,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég vil ekki festast í Eurovision-Maríu.“ Og þegar hún er spurð að því hvort hún stefni á að taka þátt í Eurovision á næstunni er svarið stutt og laggott: „Allavega ekki í ár, en aldrei að segja aldrei.“ Hún segir stefnuna setta á að halda áfram að senda frá sér nýtt efni og undanfarið hafi hún verið að fá tilboð frá lagahöfundum. „Ég ætla að halda áfram. Það hefur líka verið áhugi að utan frá erlendum lagahöfundum sem eru búnir að vera að senda umboðsmanninum mínum demó. Þannig að ég er að skoða það og vonandi gerist eitthvað í því.“ Annars er nóg um að vera hjá söngkonunni þar sem líkt og hjá öðrum í hennar geira er að fara í hönd einn annasamasti tími ársins, sjálf jólatörnin og mun hún meðal annars að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar og á jólatónleikum Friðriks Ómars auk þess sem hún bregður sér reglulega í gervi Sollu Stirðu. Og þrátt fyrir að hafa staðið á sviði fyrir framan margar milljónir þá viðurkennir hún að það sé ögn taugatrekkjandi að gefa út eigið efni í fyrsta sinn en lagið verður frumflutt í útvarpi á Bylgjunni í dag klukkan 14.00 en hlusta má einnig á lagið í spilaranum hér fyrir neðan neðan. „Ég er mjög spennt en það er líka smá hnútur í maganum af því að þetta er fyrsta lagið, en maður verður náttúrulega að byrja einhvers staðar.“ SomedayThoughts are running through my mind Its so hard to leave some things behind What if and what will happend if Idont get this right Trying hard to let things go If I cry than my weakness starts to show I cant keep on living like this anymore You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day l´ll find the wayGotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Thoughts are running through my mind About the day you came into my life You picked me up and said that everything will be fine Never wanna let you go This feeling is real, aint growing old I will never be alone, on my own You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day I'll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Eurovision Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Ég er ekki búin að gefa út lag síðan ég tók þátt í Eurovision og er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég eigi að gera,“ segir María Ólafsdóttir söngkona sem líkt og vel flestir vita tók þátt í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum. „Valdi vinur minn samdi lagið og leyfði mér að heyra. Ég féll strax fyrir því og samdi texta við lagið,“ segir María og bætir við: „Þetta er í rauninni fyrsti textinn sem ég skrifa sjálf, ég hjálpaði aðeins til við textann við Eurovision-lagið.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áður reynt fyrir sér sem textahöfundur segir María textasmíðina hafa gengið fremur átakalaust fyrir sig. „Ég heyrði demó af laginu, hlustaði á það nokkrum sinnum og svo kom bara textinn á einu kvöldi,“ segir hún. „Ég held að flestir geti tengt við textann að einhverju leyti. Hann fjallar um það að líða illa en hafa verið á stað þar sem manni líður betur og vilja komast á hann aftur.“ María söng lagið Tek lítil skref, eða Unbroken líkt og það útleggst á ensku í Vín. Lagið vakti lukku hér á landi en komst ekki upp úr undankeppninni þar ytra. María segir nýja lagið laust við Eurovision-fílinginn. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið frábrugðið því sem ég hef verið að gera en það er samt alveg minn stíll,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég vil ekki festast í Eurovision-Maríu.“ Og þegar hún er spurð að því hvort hún stefni á að taka þátt í Eurovision á næstunni er svarið stutt og laggott: „Allavega ekki í ár, en aldrei að segja aldrei.“ Hún segir stefnuna setta á að halda áfram að senda frá sér nýtt efni og undanfarið hafi hún verið að fá tilboð frá lagahöfundum. „Ég ætla að halda áfram. Það hefur líka verið áhugi að utan frá erlendum lagahöfundum sem eru búnir að vera að senda umboðsmanninum mínum demó. Þannig að ég er að skoða það og vonandi gerist eitthvað í því.“ Annars er nóg um að vera hjá söngkonunni þar sem líkt og hjá öðrum í hennar geira er að fara í hönd einn annasamasti tími ársins, sjálf jólatörnin og mun hún meðal annars að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar og á jólatónleikum Friðriks Ómars auk þess sem hún bregður sér reglulega í gervi Sollu Stirðu. Og þrátt fyrir að hafa staðið á sviði fyrir framan margar milljónir þá viðurkennir hún að það sé ögn taugatrekkjandi að gefa út eigið efni í fyrsta sinn en lagið verður frumflutt í útvarpi á Bylgjunni í dag klukkan 14.00 en hlusta má einnig á lagið í spilaranum hér fyrir neðan neðan. „Ég er mjög spennt en það er líka smá hnútur í maganum af því að þetta er fyrsta lagið, en maður verður náttúrulega að byrja einhvers staðar.“ SomedayThoughts are running through my mind Its so hard to leave some things behind What if and what will happend if Idont get this right Trying hard to let things go If I cry than my weakness starts to show I cant keep on living like this anymore You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day l´ll find the wayGotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Thoughts are running through my mind About the day you came into my life You picked me up and said that everything will be fine Never wanna let you go This feeling is real, aint growing old I will never be alone, on my own You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day I'll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before
Eurovision Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira