Frumleg Peugeot vatnsrennibraut Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 11:16 Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent