Höfrungahlaupið og friðarskylda Þórólfur Matthíasson skrifar 15. október 2015 07:00 Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun