Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 07:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“
Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira