Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 21:10 Fyrirliðinn var sáttur með sína menn. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21