Hollenska rannsóknarnefndin sem hefur undanfarið ár rannsakað af hverju flugvél
Malaysian
Airlines
brotlenti í Úkraínu á síðasta ári mun skila niðurstöðum sínum í dag. Allir 298 sem voru innanborðs fórust.
Bráðabirgðaniðurstöður sem birtar voru fyrr á árinu gáfu til kynna að vélin hefði verið skotin niður með rússnesku loftskeyti. Vesturlönd og Úkraínsk stjórnvöld segja að aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, beri ábyrgð á málinu.
Líklega verður þó ekki tekin afstaða til þess í skýrslunni, heldur aðeins hvernig atvikið átti sér nákvæmlega stað. Rússar vinna að eigin skýrslu um atvikið.
Flugvélin var skotin niður þegar hún var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur, þann 17. júlí á síðasta ári. Meirihluti farþega voru hollenskir ríkisborgarar.
Nefndin sem rannsakar MH17 skilar skýrslu í dag
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
