Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 14:54 Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Vísir/Getty Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30