„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 09:19 Frá fundinum í morgun. Vísir/E. Stefán Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð