Aron fær ekki að taka þátt í Álfukeppninni 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 11:30 Leikmenn Mexíkó fagna hér sigrinum í nótt. Vísir/Getty Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg. Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta verða ekki með í Álfubikarnum í Rússlandi árið 2017 en það varð ljóst eftir tap á móti Mexíkó í sérstökum úrslitaleik um sætið í nótt. Fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku á eitt sæti í keppninni en þar sem að það voru búnir að fara fram tveir Gullbikarar á síðustu tveimur árum þá þurftu sigurvegarar þeirra, Bandaríkin 2013 og Mexíkó 2015, að spila um sætið. Leikurinn fór fram í Rose Bowl í Pasadena í nótt og vann Mexíkó 3-2 sigur eftir framlengingu en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Aron Jóhannsson, sem leikur með þýska liðinu Werder Bremen, var ekki valinn í bandaríska hópinn fyrir þennan leik en hann er að glíma við meiðsli. Aron Jóhannsson var fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu sumarið 2014 og hann átti möguleika á því að vera einnig sá fyrsti til að taka þátt í Álfukeppni FIFA. Íslenska landsliðið á reyndar enn möguleika á því að komast í Álfukeppnina þótt langsóttur sé en liðið er komið inn á Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar og sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á EM 2016 færi sæti í Álfukeppninni. Javier Hernández kom Mexíkó í 1-0 á 10. mínútu en Geoff Cameron jafnaði aðeins fimm mínútum síðar. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Oribe Peralta kom Mexíkó aftur yfir á 96. mínútu en varamaðurinn Bobby Wood jafnaði á 108. mínútu. Það var síðan hægri bakvörðurinn Paul Aguilar sem skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. Gestgjafar Rússa, Heimsmeistarar Þjóðverja, Asíumeistarar Ástrala og Suður-Ameríkumeistararnir frá Síle hafa nú tryggt sér sæti í Álfukeppninni ásamt Mexíkó en það eru enn laus þrjú sæti. Það eru sæti Eyjaálfumeistaranna (sumar 2016), Evrópumeistaranna (sumar 2016) og Afríkumeistaranna (febrúar 2017). Álfukeppnin fer fram 17. júní til 2. júlí 2017 og fer úrslitaleikurinn fram í Sankti Pétursborg.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00 Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21 Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23 Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02 Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44 Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017. 4. október 2015 14:00
Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. 29. september 2015 14:21
Aron skoraði sitt fyrsta mark fyrir Werder Bremen Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Aron Jóhannsson opnaði markareikning sinn hjá Werder Bremen þegar hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Borussia Moenchengladbach. 30. ágúst 2015 17:23
Aron skoraði en Werder Bremen tapaði Aron Jóhannsson var á skotskónum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en það skilaði liðinu þó engu því Bremen-liðið fór stigalaust heim frá Darmstadt. 22. september 2015 20:02
Aron með slæma taug í mjöðm Vonast til þess að Aron Jóhannsson verði fljótt aftur klár í slaginn með Werder Bremen. 8. október 2015 15:44
Aron fékk aðeins tíu mínútur í stóru tapi gegn Brasilíu Aron Jóhannsson fékk aðeins ellefu mínútur í 1-4 tapi bandaríska landsliðsins gegn Brasilíu í æfingarleik í kvöld en Barcelona mennirnir Neymar og Rafinha skoruðu þrjú af fjórum mörkum brasilíska liðsins. 9. september 2015 08:00