Eitt ár Stefanía gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 09:00 Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar