Pavel: Get varla hreyft mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 13:00 Pavel Ermolinskij verður frá næstu vikurnar. vísir/þórdís Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03