Gunnar: Samkeppni er öllum holl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2015 06:00 Færeyingurinn Gunnar Nielsen er afar kátur með að vera kominn í Krikann þar sem hann ætlar sér að verða aðalmarkvörður liðsins. fréttablaðið/stefán „Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
„Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira