„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 18:00 Sýrlenska stúlkan Julia sem hefur verið á flótta næstum hálfa ævi sína. mynd/kinan kadouni Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
„Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02