Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Valtýr Björn Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33