Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 13:31 Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46