Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Lars Christensen skrifar 28. október 2015 09:45 Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun