Trúa því að Messi sé mættur í Kaplakrika en svo eru handboltamenn latir og ekki í formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2015 13:30 Arnar Gunnarson er þjálfari Fjölnis í 1. deild karla. vísir/ernir Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira