Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2015 07:00 Smátt og smátt breyta jökulhlaupin grónu hrauni í eyðimörk. mynd/áskell þórisson Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira