Sænsk einkafyrirtæki græða á flóttabörnum sem eru ein síns liðs Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar. vísir/epa Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30
Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05